KFS fékk í dag góðan liðsstyrk þegar Sigurvin �?lafsson gekk í raðir KFS. Sigurvin er fæddur og uppalinn í Eyjum en á að baki leiki í úrvalsdeild með ÍBV, Fram, KR, FH og Fylki en síðast lék hann með KV í 2. deildinni síðasta sumar. Sigurvin á auk þess sex A-landsleiki að baki. Fyrirliði KFS er svo bróðir Sigurvins, Guðjón og leika þeir bræður því í fyrsta sinn saman með meistaraflokki. Sigurvin er þriðji þekkti knattspyrnumaðurinn sem gengur í raðir KFS undanfarið en Tryggvi Guðmundsson og Sverrir Garðarsson eru meðal leikmanna KFS.