Klukkan 18:00 í dag var hið árlega kapphlaup í Herjólfsdal. �?á kepptust heimamenn í Vestmannaeyjum við að finna sér stæði fyrir hvítu þjóðhátíðartjöldin en undanfarin ár hefur athöfnin farið þannig fram að klukka telur niður og þegar tíminn er liðinn, rjúka allir af stað. Reynar fá starfsmenn og sjálfboðaliðar þjóðhátíðarinnar tveggja mínútna forskot áður en allir hinir rjúka af stað. Ekki var annað að sjá en að allt hafi farið vel fram og flestir gengið sáttir út úr Herjólfsdal, þótt sumir hafi kannski ekki fengið stæðið �??sitt�??.
Meðfylgjandi er stutt myndband úr Dalnum.