�?egar Fiskibarinn hóf starfsemi í sumar, hafði ekki verið fiskbúð í Vestmannaeyjum í yfir tuttugu ár, hversu mótsagnakennt og það má nú vera – hér í einum öflugasta útgerðarbæ landsins. – Eyjamenn, jafnt sem ferðamenn hafa tekið Fiskibarnum opnum örmum og greinilegt að þörfin fyrir alvöru fiskbúð var til staðar. Fiskibarinn leggur metnað í gæði og gott úrval af fiskafurðum og tilbúnum réttum á góðu verði. Fiskibarinn hefur bryddað uppá nýjungum allt frá byrjun og heldur því áfram með �??Dönsku dögunum í desember�?�.
Aðdragandinn að þessum fyrirhuguðu Dönsku dögum á Fiskibarnum var að þann 20. nóvember s.l kynnti danski landbúnaðarráðuneytið þjóðarrétt Dana, sigurvegarinn reyndist; Stegt flæsk med kartofler og persillesovs �?? eða svínapurusteik með kartöflum og steinseljusósu, uppá íslensku.
Valið kom í sjálfu sér ekki á óvart, en nú var það byggt á viðamikilli könnun – þar sem vel var vandað til verks, enda kostaði framkvæmdin 1.2 milljónir dkr. Í kjölfarið fylgdi mikil umræða í dönskum fjölmiðlum. Sýndist sitt hverjum og málið varð fljótt að pólitísku þrætuepli og menn létu ýmislegt fjúka í mesta hitanum. Einhverjir héldu því beinlínis fram að valið væri �??rasískt�?� �?? fordómafullt eða ósvífin ögrun við innflytjendur frá miðausturlöndumenda. Meðal almennings virtist hins vegar ríkja sátt um valið �?? enda daninn mikill matmaður.
Listinn yfir 8 vinsælustu dönsku réttina lítur svona út:
Stegt flæsk med persillesauce
Smørrebrød med gravad laks og kartofler
Hakkebøf med bløde løg og stegte rodfrugter
Karbonader med stuvede grønærter
Brændende kærlighed
�?bleflæsk
Stegte sild med kartoffelkompot
Stegt svinekotelet med stuvet hvidkål
(Kilde: Fødevareministeriet, nationalret.dk)
Danskir dagar á Fiskibarnum
Af þessu tilefni ætlar Fiskibarinn að halda danska daga út desembermánuð og bjóða Eyjamönnum uppá rétti af listanum, auk annara sígildra – að ógleymdu danska smørrebrødinu.
Jónas á Fiskibarnum er matreiðslumeistari og lærði sína iðn í Danmörku og starfaði þar um langt árabil. Hann þekkir því vel til danskrar mataðgerðar og finnst þetta kjörið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að heiðra danska matargerð og þessa skemmtilegu kosningu – og hins vegar að brydda upp á þeirri nýjung að bjóða uppá heita kjötrétti – sem viðskiptavinurinn getur snætt á staðnum eða tekið með sér heim og sama verð er einnig á öllum aðalréttunum. Réttur dagsins kostar 1.400 krónur.
Hér er matseðill fyrstu vikunnar í desember:
1. desember – Mánudagur.
Smørrebrød með gröfnum laxi og steinseljukartöflum.
Hakkabuf & spælegg með rótargrænmeti, rauðrófum og sósu.
2. desember – �?riðjudagur.
Smørrebrød með jólasíld, eggi, dilli og rauðlaukssultu.
Smjörsteikt rauðspretta með kartöflum og remúlaði.
3. desember – Miðvikudagur.
Smørrebrød með reyktum laxi, eggum og steinselju.
Ofnsteikt skinka með rauðkáli og gratin kartöflum.
4. desember – Fimmtudagur.
Smörrebröd með tvenns konar rauðsprettu, rækjum, aspars og dillkartöflum.
Grisahryggur með hvítkálsjafningi og kartöflubátum.
5. desember – Föstudagur.
Smørrebrød með steiktri síld, kartöflusalati og lauk.
Purusteik með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og soðsósu.
Alla dagana fæst heimagerður Ris a la Mande og úrval af jólasíld að ógleymdri skötu fyrir �?orláksmessuna.