Gísli Pálsson hlaut Ásuverðlaunin
Gísli Pálsson mannfræðingur hlaut í gær Ásuverðlaun Vísindafélags Íslendinga fyrir árið 2014. Gísli hefur stundað viðamiklar rannsóknir á högum manna og hegðun,hefur hann miðlað rannsóknum sínum til nemenda, fræðimanna og ekki síst almennings. Fyrir það hlýtur hann verðlaunin segir í frétt á mbl.is.
�?ar segir að verðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright séu veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi.
Verðlaunin voru veitt að viðstöddum forseta Íslands, stjórn Vísindafélags Íslendinga, �?jóðminjaverði og fulltrúum fræðasamfélagsins. Verðlaunin eru heiðursskjal og silfurpeningur með lágmynd Ásu og merki Vísindafélags Íslendinga, nafn þiggjanda og ártal er grafið í jaðarinn og fylgir í ár þriggja milljón króna peningagjöf frá hollvinum.
Gísli er fæddur 22. desember árið1949 í Vestmannaeyjum. Í haust gaf Gísli út bókina Hans Jónatan, maðurinn sem stal sjálfum sér og birtist kafli úr henni í Eyjafréttum.
Gísli tekur við heiðursverðlaununum úr hendi Sigrúnar Ásu Sturludóttur sem er stjórnarformaður Ásusjóðsins. Ljó¬mynd/Ásusjóðurinn

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.