17 þúsund farþegar flugu með Flugfélaginu Erni milli lands og Eyja á árinu 2014. Að sögn Ásgeirs Arnar �?orsteinssonar, markaðsstjóra Ernis eru þeir ánægðir með reksturinn á eyjafluginu á síðasta ári og segir hann að bókunarstaðan sé góð hjá þeim. �?tlunin sé að mæta þörf með aukaferðum eins og verið hefur.
Áður hefur komið fram að Herjólfur flutti tæplega 297 þúsund farþega á árinu, Víkingur flutti rúmlega 4000 farþega og um 8500 komu til Eyja með skemmtiferðaskipum. Og nokkur hundruð komu til Eyja með ýmsum flugélum. Farþegarflutningar milli lands og Eyja hafa því verið sem næst 327 þúsund.