Tók við viðurkenningunni úr hendi afa síns
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna efndi til árlegs Eldvarnaátaks í nóvember 2014. Í Eyjum komu öll átta ára börn á Slökkvistöðina, voru frædd um eldvarnir og öryggismál og þeim síðan gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2014.
Góð þátttaka var í Eldvarnagetrauninni. Nöfn 33 barna víðs vegar af landinu voru dregin úr innsendum lausnum. Eitt barnanna var héðan úr Eyjum �?órður �?rn Gunnarsson. Hann mætti á Slökkvistöðina þann 14. febrúar 2015 og tók við viðurkenningunni. Afi hans og slökkviliðsmaðurinn �?órður Hallgrímsson veitti nafna sínum viðurkenninguna. Við í Slökkviliði Vestmannaeyja viljum þakka öllum átta ára börnum í Eyjum fyrir veitta aðstoð í eldvörnum á heimilum.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.