Héldu um pung hver annars í þjóðsöngnum
Bikarúrslitaleikir yngri flokkanna í handbolta voru leiknir í Laugardalshöll um helgina við sömu umgjörð og meistaraflokkarnir gerðu á laugardag. Leikmenn 3. flokks karla hjá ÍBV báru sig heldur óvenjulega að þegar íslenski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir úrslitaleik liðsins gegn Val.
Hver leikmaður ÍBV greip með hægri hönd sinni um pung samherja síns meðan þeir sungu þjóðsönginn. Stefán Árnason, þjálfari liðsins sagði í samtali við R�?V að hann hafi ekki vitað af þessu uppátæki strákanna. Einhver þeirra hafi fengið skyndihugmynd um að bera sig svona að þegar söngurinn var spilaður.
Sjón er sögu ríkari en myndatökumaður R�?V var á staðnum og má sjá myndskeið af þjóðsöngnum á R�?V.is.
Hvað úrslit leiksins varðar þá höfðu Valsmenn betur 32-22 og fögnuðu bikarmeistaratitlinum.

Nýjustu fréttir

Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.