Eyjastelpan Fanndís Friðriksdóttir hlaut í gær gullskó Adidas en hann var afhentur beint eftir að lokaumferð Pepsí deildar kvenna lauk seinni partinn í gær.
Fanndís skoraði 19 mörk á tímabilinu og endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar og fékk því gullskóinn að launum. �?ess má geta að þessi gullskór er sá sami og íþróttamenn um allan heim fá fyrir að vera markahæst í sínum deildum.