Í dag mættust FH og ÍBV í 19. umferð Pepsí deildar karla þar sem FH fór með sigur af hólmi 3-1. Eyjamenn voru sterkari í upphafi og strax á 15. mínútu kom Ian Jeffs ÍBV yfir en FH-ingar vildu fá dæmda rangstöðu. Víðir �?orvarðarson sendi boltann inn og var Gunnar Heiðar rangstæður en hann lét boltann fara í gegnum lappirnar á sér og boltinn barst til Ian Jeffs sem setti boltann í netið. Tíu mínútum síðar jafnaði Steven Lennon metin fyrir heimamenn og þannig var staðan í hálfleik.
Síðari hálfleikur var mjög fjörugur og voru aðeins þrjár mínútur liðnar af honum þegar Atli Guðnason skoraði. Á 53. mínútu átti sér stað mjög umdeild atvik sem var mikil vendipunktur í leiknum. Hafsteinn Briem átti þá skot á mark FH-inga, boltinn var komin inn fyrir línuna að blaðamanni sýndist eftir að hafa skoðað atvikið vel á myndum, Kassim Doumbia, varnarmaður FH, handlék þá boltann í stöngina út úr markinu áður en �?óroddur Hjaltalín dæmdi hornspyrnu og sagðist ekkert hafa séð við leikmenn ÍBV sem hefðu annað hvort átt að fá markið dæmt gild eða víti og Doumbia rautt spjald.
FH fékk svo vítaspyrnu á 78. mínútu þegar �?órarinn Ingi Valdimarsson skaut á markið en Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk boltann í handlegginn þegar hann var búin að snúa sér við og reyna verjast skotinu. Lennon tók spyrnuna og skoraði örugglega og lokatölur því 3-1.
ÍBV er með 18 stig í 10. sæti, þremur stigum á undan Leikni sem er í fallsæti.