Dómarinn í aðalhlutverki í tapleik gegn FH
Í dag mættust FH og ÍBV í 19. umferð Pepsí deildar karla þar sem FH fór með sigur af hólmi 3-1. Eyjamenn voru sterkari í upphafi og strax á 15. mínútu kom Ian Jeffs ÍBV yfir en FH-ingar vildu fá dæmda rangstöðu. Víðir �?orvarðarson sendi boltann inn og var Gunnar Heiðar rangstæður en hann lét boltann fara í gegnum lappirnar á sér og boltinn barst til Ian Jeffs sem setti boltann í netið. Tíu mínútum síðar jafnaði Steven Lennon metin fyrir heimamenn og þannig var staðan í hálfleik.
Síðari hálfleikur var mjög fjörugur og voru aðeins þrjár mínútur liðnar af honum þegar Atli Guðnason skoraði. Á 53. mínútu átti sér stað mjög umdeild atvik sem var mikil vendipunktur í leiknum. Hafsteinn Briem átti þá skot á mark FH-inga, boltinn var komin inn fyrir línuna að blaðamanni sýndist eftir að hafa skoðað atvikið vel á myndum, Kassim Doumbia, varn­ar­maður FH, hand­lék þá boltann í stöngina út úr markinu áður en �?órodd­ur Hjaltalín dæmdi horn­spyrnu og sagðist ekkert hafa séð við leikmenn ÍBV sem hefðu annað hvort átt að fá markið dæmt gild eða víti og Doumbia rautt spjald.
FH fékk svo víta­spyrnu á 78. mín­útu þegar �?ór­ar­inn Ingi Valdi­mars­son skaut á markið en Stefán Ragn­ar Guðlaugs­son fékk boltann í hand­legg­inn þegar hann var búin að snúa sér við og reyna verjast skotinu. Lennon tók spyrnuna og skoraði örugglega og lokatölur því 3-1.
ÍBV er með 18 stig í 10. sæti, þremur stigum á undan Leikni sem er í fallsæti.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.