Í dag fer fram gríðarlega mikilvægur leikur á Hásteinsvelli þegar ÍBV tekur á móti Val klukkan 16:00 þegar 20.umferð Pepsí deildarinnar fer fram. Valur er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en ÍBV er í því tíunda með átján stig. Strákarnir þurfa virkilega á sigri að halda í dag til að tryggja veru sína í Pepsí deildinni að ári og Eyjamenn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn í dag en frítt er á leikinn í boði eftirfarandi fyrirtækja, þau eru sem hér segir; Bergur Ve, Geisli, Miðstöðin, Skipalyftan, Brim, �?lgerðin og Landsbankinn
Hér má sjá leikskránna fyrir leikinn og meðfylgjandi er myndband sem Halldór Benedikt, áhugakvikmyndagerðarmaður, setti saman.