Fab Lab - Stafræn smiðja flutt í Framhaldsskólann
Fab Lab smiðjan hefur nú flutt sig um set, af Faxastígnum í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Fab Lab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er.
�?etta kemur fram í fundargerð fræðsluráðs þar sem segir einnig að Fab Lab smiðjan gefi ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að efla sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
Frosti Gíslason verkefnastjóri Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fór yfir starfsemi Fab Lab og mikilvægi sköpunar í námi. Farið var yfir hvernig breytingar í atvinnulífinu kalla á breytingar í menntamálum og hvernig þjálfa megi hæfni sem nauðsynleg er á 21.öld í Fab Lab og samræmist markmiðum aðalnámskráa fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluráð þakkar Frosta fyrir greinargóða og fræðandi kynningu.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.