B-lið ÍBV kvenna mætir ÍR í Coca cola bikarnum næstkomandi föstudag kl.19:00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Hvetjum við alla unga sem aldna að mæta í höllina og hvetja stelpurnar til sigurs.
Lofað verður leikgleði og skemmtilegum bolta inni á vellinum en utan vallar er það klárlega Eyjafólkið sem eru áttundi leikmaðurinn sem skapar stemninguna í salnum.
Heyrst hefur að gamlar kempur séu búnar að taka fram skóna og hafa þar með togað meðalaldur liðsins vel upp 😉 En þær ætla að sýna að þær hafi engu gleymt ásamt því að ungu stúlkurnar í liðinu ætla að sýna hvað í þeim býr!
Barnapössun verður á staðnum og pizzur seldar í hálfleik, þannig að enginn ætti að láta sig vanta á þessa skemmtun!!
Áfram ÍBV alltaf, allsstaðar!!