Það er gaman að vera í framboði. Þá hafa ótrúlega margir samband við mann og benda á hitt og þetta sem betur mætti fara. Aldrei hef ég t.d. fengið eins marga tölvupósta á einum mánuði. Upp á síðkastið hefur póstum frá ýmsum hagsmunasamtökum fjölgað verulega. Þau vilja vita hvað mér finnst um að koma ákvæðum, sem snerta þau, inn í stjórnarskrána. Þessir póstar eru sendir á alla 523 frambjóðendurna og þeir ýmist beðnir um að svara í tölvupósti eða á heimasíðu viðkomandi samtaka.