Laugardaginn 27. nóvember fara fram kosningar til stjórnlagaþings og þar sem ég er einn hinna fjölmörgu frambjóðenda vil ég segja þér aðeins frá mér og hverjar áherslur mínar eru. Ég fæddist sléttum 60 árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki í Reykjavík. Ég ólst upp þar og í Neskaupstað. Ég hætti námi fljótlega eftir grunnskólanám og hef verið á vinnumarkaði síðan.