Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands sem komst að þeirri niðurstöðu að tveir ábyrgðarmenn konu sem fór í greiðsluaðlögun skuli greiða skuldir hennar. Sparisjóður Vestmannaeyja krafðist þess að ábyrgðarmennirnir greiddu skuldir konunnar þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum. Sjóðurinn taldi ákvæði í lögunum andstæð stjórnarskrá. Undir það sjónarmið tók Héraðsdómur þann 13. apríl síðastliðinn og Hæstiréttur staðfestir það álit.