Stjórnarskrá Íslands er góð og hefur staðist tímans tönn vel. Ég býð mig fram til stjórnlagaþings til þess að standa vörð um góða stjórnarskrá og að passa að henni verði ekki breytt í flýti eða reiði.
Stjórnarskráin er vissulega eitt mikilvægasta plagg okkar Íslendinga, um það verður varla deilt.
Sumar af breytingartillögunum sem um er rætt þessa daganna koma beint við okkur Vestmannaeyinga og geta jafnvel ógnað lífsviðurværi okkar og sjálfstæði.