Það var handgangur í öskjunni í Kiwanishúsinu við Strandveg í gærkvöldi, í orðsins fyllstu merkingu en þá komu um það bil 140 manns saman og pökkuðu sælgæti í öskju. Kiwanisfélagar ganga svo í hús um helgina og selja öskjurnar en allur ágóði sölunnar rennur til góðgerðamála. Um 140 manns aðstoðuðu við pökkunina, félagar í Kiwanis, börn þeirra, barnabörn og vinir.