Á morgun verður kosið til stjórnalgaþings. Ég ákvað á sínum tíma að bjóða mig fram til þingsins og er því að skrifa þessa grein hér og biðla til Eyjamanna að fjölmenna á kjörstað á morgun. Ég veit að það er kominn kosningahugur í fólk víða um land. Því er mikilvægt ef við Eyjamenn viljum eigum fulltrúa þarna inn að fólk mæti á kjörstað, já það þarf að fjölmenna, og styðja við bakið á þeim Eyjamönnum sem í boði eru. Hvort heldur það er ég eða einhver annar – svo mikið er víst.