Það stakk mig dálítið í gær þegar ég las grein í Fréttum undir yfirskriftinni : ,,Eyjamenn í kjöri til stjórnlagaþings skrifa: Ekki klikka á að kjósa” og svo listi af Eyjamönnum undir greininni. Síðast þegar ég vissi var ég Eyjamaður, strangt tiltekið Eyjakona en samt. Ég hefði viljað fá að vera með á listanum og bendi því á það hér og nú að fleiri Eyjamenn en þeir sem komu fram í ofangreindri grein eru í framboði til stjórnlagaþings.