Enginn Eyjamaður náði kjöri í kosningum til stjórnlagaþings. Listi 25 einstaklinga var kynntur á fundi í andyri Laugardalshallarinnar. Þessi niðurstaða kemur varla mjög á óvart enda var kjörsókn í Vestmannaeyjum mjög léleg eða aðeins 26.8%. Í það minnsta níu Eyjamenn, eða einstaklingar sem eru tengd Eyjunum voru í framboði. Þó má finna á stjórnlagaþingi einn einstakling sem bjó um tíma í Eyjum en það er læknirinn og síðar kvikmyndagerðarmaðurinn Lýður Árnason.