Nú þegar úrslit liggja loks fyrir er ljóst hverjir koma til með að sitja á stjórnlagaþinginu. Mig langar í örfáum orðum að þakka öllum þeim sem tóku þátt í kosningunum á laugardaginn fyrir þeirra framlag til þessa mikilvæga verkefnis. Tækifærið til þess að taka þátt í að móta stjórnskipanina var um helgina og allir þeir sem tóku þátt í því eiga heiður skilinn fyrir það. Auðvitað hefði maður óskað þess að þátttaka hefði verið meiri en það er ekkert við því að segja.