Töluverð hálka var á götum bæjarins 29. nóvember síðastliðinn en þrátt fyrir það voru fá óhöpp tilkynnt til lögreglu. Lögreglan hafði þó afspurnir af einhverjum óhöppum í umferðinni. Meðal annars var lögreglu tilkynnt um að ekið hafi verið á grindverk við Hásteinsblokkina. Sá sem tjóninu olli, ók hins vegar á brott án þess að tilkynna það en talið er að óhappið hafi átt sér stað að morgni mánudagsins fyrir viku. Löreglan óskar eftir upplýsingum og er sá sem tjóninu olli, hvattur til að gefa sig fram.