Landsmenn eru hvattir til að nýta sér einstakt tækifæri til að prófa nýju siglingarleiðina frá Landeyjahöfn og upplifa aðventustemminguna í Eyjum. Siglingin tekur aðeins 30 mínútur. Nú þegar minna er um verslunarferðir til útlanda þá er heldur betur upplagt að skell sér í aðventuferð til Eyja. Það á örugglega eftir að koma mörgum á óvart hvað verslana og veitingahúsaflóra Vestmannaeyinga er fjölbreytt.