Laugardagskvöldið þann 9. desember árið 2000 og aðfaranótt sunnudagsins 10. des. mun seint líða úr minni þeirra sem fylgdust með þegar hús Ísfélagsins við Friðarhöfn nær eyðilagðist í einhverjum mesta eldsvoða sem orðið hefur í Vestmannaeyjum. Í dag eru nákvæmlega tíu ár frá þessum hörmulega atburði sem átti eftir að setja mark sitt á atvinnulífið í Eyjum. Í tilefni þess rifjum við hér upp ýmislegt sem tengist þessum mikla eldsvoða og afleiðingum hans.