Lögreglan í Vestmannaeyjum var kölluð að gistiheimili í bænum um þrjúleytið í nótt. Þar hafði gestur á heimilinu gengið berserksgang og brotið innanstokksmuni eins og sjónvarp og rúm. Maðurinn, sem stundar vinnu í Eyjum, var færður í fangaklefa og látinn sofa úr sér ölvímuna.