Í vikublaðinu Fréttum er greint frá því að Fjölskyldu og tómstundaráð hafi veitt ÍBV-íþróttafélagi leyfi til að selja nafn á hið nýja glæsilega fjölnota íþróttahús, sem senn verður tekið í notkun. Hvers vegna? . ÍBV-íþróttafélag rekur gríðarlega umfangsmikið og fjárfrekt barna- og unglingastarf. Og hefur á síðustu árum lagt metnað sinn í að bæta enn frekar starfið, sem kostar félagið rúmar 30 milljónir í ár. Þetta eru miklir fjármunir. Iðkendur greiða æfingagjöld, sem eru með þeim lægstu á landinu. Þau nema samtals 8 milljónum króna.