„Það bilaði steypustöð sem er hér í Vík. Selfoss er næstur en við vorum í rauninni fljótari að fá steypuna frá Eyjum,“ sagði Guðmundur Jón Viðarsson frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann var í gær að steypa í Vík í Mýrdal. Verið er að breyta gömlu húsi til að stækka Hótel Lunda um 12 herbergi. Guðmundur er bóndi og einn þeirra sem eiga og reka hótelið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.