Ekki verða fleiri ferðir farnar til Landeyjahafnar í dag en Herjólfur sigldi þangað tvívegis í morgun. Núna klukkan 15:00 mun Herjólfur hins vegar sigla til Þorlákshafnar og svo aftur til Eyja klukkan 19:00. Veðurspá næstu daga er hins vegar hagstæð og líklegt að siglingar í Landeyjahöfn hefjist að nýju í fyrramálið.