Árshátíð unglingadeildar Grunnskóla Vestmannaeyja var haldin í Höllinni á fimmtudagskvöld fyrir viku. Krakkarnir höfðu greinilega lagt mikla vinnu í bæði skemmtiatriði og skreytingu á salnum en árshátíðin var haldin í Las Vegas stíl, þar sem teningar, spil og glamúr var allsráðandi. Árshátíðin var lokahnykkur Smiðjudaga sem hafa verið í gangi í Barnaskólanum en á árshátíðina mættu nemendur í 8., 9. og 10. bekk eða um 200 krakkar.