Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í nótt, miðað við hefðbundna mánudagsnótt. Klukkan 1:21 var tilkynnt um eld í bíl við Stórhöfða. Bílinn hafði endað utan vega og kviknaði í honum í kjölfarið. Fjögur voru í bílnum en voru öll í bílbeltum og sluppu því ómeidd þegar bíllinn fót útaf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er bíllinn illa farinn en eldurinn logaði í vélarhúsi bílsins. Lögreglu tókst þó að slökkva eldinn áður en meira tjón hlaust af.