Það óhapp varð í dag að bíl var ekið hálfa leið inn í verslun Krónunnar við Strandveg. Bílnum var ekið inn þar sem viðskiptavinir búðarinnar ganga út og taldi lögregla með ólíkindum að enginn skyldi hafa slasast. Bíllinn fór inn um sjálfvirka hurð úr gleri, sem splundraðist og féll inn í búðina. Sjónarvottur segir að barn hafi staðið nálægt hurðinni en sloppið við meiðsli.