Samkvæmt upplýsingum frá Áka Heinz á bæjarskrifstofunum, er íbúafjöldi í Eyjum 1. desember síðastliðinn samtals 4.146. Á sama tíma árið 2009 voru íbúar Vestmannaeyja 4.129, þeim hefur því fjölgað um 17 síðan þá. Áki vildi að það kæmi fram, að hugsanlega ættu þessar tölur eitthvað eftir að breytast þar sem Hagstofan er ekki tilbúin með sínar tölur. En þetta léti nærri.