Körfuknattleiksfélag ÍBV vill líka selja nafn íþróttahúss
16. desember, 2010
Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var tekið fyrir bréf frá Körfuknattleiksfélagi Vestmannaeyja um að fá að selja nafn á sal 1 í íþróttamiðstöðinni. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur ekki afstöðu til málsins að svo stöddu en formaður ráðsins og framkvæmdastjóri sviðsins munu óska eftir nánari upplýsingum um málið frá bréfriturum.