Í kvöld mun sveit Vestmannaeyja í spurningakeppninni Útsvar stíga áður óþekkt skref í sögu keppninnar þegar Eyjamenn taka í fyrsta skipti þátt í 2. umferð. Sveit Eyjamanna hefur aldrei áður komist svo langt en þangað komst sveit Vestmannaeyja með því að vera þriðja stigahæsta tapliðið í 1. umferð en fjögur slík komust í 2. umferð. Í kvöld mæta Eyjamennirnir þrír vaskri sveit Skagamanna sem fór illa með Fljótsdalshérað í fyrstu umferð.