Vinnslustöðin færði í dag Jólaaðstoð 2010 að gjöf humar og saltsíld til dreifingar fyrir jólin, alls 2.000 poka af humri og 2.000 eins lítra fötur af síld. Landflutningar- Samskip fluttu gjöfina frá Eyjum til Reykjavíkur endurgjaldslaust en vörurnar verða geymdar hjá Samskipum og fluttar á dreifingastaði í samræmi við óskir Jólaaðstoðar.