Samtals þáðu 27 fjölskyldur aðstoð fyrir jólin til framfærslu og gjafaúttekta í Vestmannaeyjum í gegnum Jólaaðstoð 2010, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnahag Vestmannaeyja og Styrktarsjóð prestakallsins. Er það nokkrum fjölskyldum færra en á sama tíma á síðasta ári en álíka mörg börn eru þar í heimili, eða um þrjátíu talsins.