Alls eru nú 201 barn á leikskólastigi í Vestmannaeyjum um þessar mundir en talsvert er síðan að svo mörg börn hafi verið á leikskólum bæjarins. Þá bendir flest til þess að þeim eigi eftir að fjölga enn meira en fjölgunin er mest á 5 ára deildinni, þar sem nú eru 47 börn við nám. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að mikið átak hafi verið unnið í leikskólamálum bæjarins síðustu misseri.