Verslunin Eyjatölvur, Útgerðarfélagið Glófaxi og útgerðin Stígandi komu færandi hendi í dag á Sambýlið í Vestmannaeyjum. Fyrirtækin gáfu heimilinu fullkomna 8 kg. LG þvottavél en vélin sem fyrir er, var orðin tæp. Auk þess fylgdi með Samsung stafræn myndavél og var ekki annað að sjá en að heimilismenn og starfsmenn Sambýlisins hafi verið hæstánægð með gjafirnar.