Á morgun, aðfangadag, uppúr hádeginu, er hið nýja og glæsta skip útgerðarfyrirtækisins Ós ehf. væntanlegt til Eyja. Til smíðinnar var vandað sem kostur er og skipið verður eitt af flaggskipum íslenska fiskiskipaflotans. Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi en síðan var allur búnaður settur í það í Danmörku. Þegar Þórunn Sveinsdóttir kemur til Eyja um miðjan aðfangadag, heldur skipshöfnin til síns heima og heldur jól með fjölskyldum sínum. Á annan í jólum bjóða eigendur bæjarbúum og öðrum gestum að skoða skipið milli kl. 12.00 og 16.00.