Herjólfur mun sigla í Landeyjahöfn á morgun, miðvikudaginn 28. desember samkvæmt fréttatilkynningu frá Eimskip. Óttast var að óveðrið sem hefur geysað undanfarna daga myndi gera það að verkum að höfnin myndi lokast en hafnsögubáturinn Lóðsinn mældi dýpt við höfnina í morgun og lofuðu þær athuganir góðu. Fyrsta ferð skipsins verður í fyrramálið klukkan 7:30 frá Eyjum og 9:00 frá Landeyjahöfn.