Stefnt er að því að Herjólfur sigli frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar í dag klukkan 15:00 og sigli samkvæmt áætlun það sem eftir lifir dags. Fyrstu tvær ferðir skipsins féllu niður, annars vegar vegna þes að viðhald á aðalvél skipsins tafðist og hins vegar vegna þess að veður var orðið of slæmt við Vestmannaeyjar. Farþegar eru hins vegar beðnir um að fylgjast með upplýsingum um framhaldið.