Ferð Herjólfs sem fyrirhuguð var til Þorlákshafnar í morgun, var felld niður vegna veðurs. Í fréttatilkynningu frá Eimskipum, rekstraraðila Herjólfs, segir að búast megi við að sama eigi við um ferðina síðdegis. Ákvörðun um seinni ferðina verður tekin um hádegi.