Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í Vestmannaeyjum vegna stormsins sem nú geisar á Suðurlandi. Vindstyrkur er 22 metrar á sekúndu í bænum en 35 metrar á Stórhöfða. Fimm manna hópur björgunarsveitarmanna hefur verið að störfum í Vestmannaeyjum frá því í morgun. Í flestum tilfellum hefur þurft að festa niður þök. Hluti af þaki fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins losnaði og járnklæðning á trésmíðaverkstæði í bænum.