Enn er stormur fyrir Suðurlandi og því verður ekki siglt í Þorlákshöfn fyrir hádegi. Búast má við að veðrið verði gengið niður um hádegi þannig að seinni ferðin verði farin til Þorlákshafnar. Nánari upplýsingar um ferðir skipsins verða gefnar út um hádegi.
UPPFÆRT: Nú voru að berast þær fréttir að Herjólfur siglir klukkan 15:00 frá Eyjum til Þorlákshafnar og 19:00 frá Þorlákshöfn.