Á 1497. fundi bæjarstjórnar var bæjarstjóra falið að kalla eftir hlutlægu mati á verðmæti Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar hann var yfirtekinn af Landsbankanum. �?á var bæjarstjóra einnig falið að kalla eftir lögfræðilegu mati á framgöngu ríkisaðila í tengslum við þann gjörning þegar Sparisjóðurinn var með þvinguðum aðgerðum einhliða sameinaður við Landsbanka Íslands.
a. Hlutlægt yfirmat á verðmæti Sparisjóðs Vestmannaeyja
Með bréfi dagsettu 22. maí óskaði Vestmannaeyjabær eftir því að Landsbankinn legði sig fram um að eyða vafa og tortryggni um mat á eignum og skuldbindingum Sparisjóðsins. Með bréfi dagsettu 10. júní hafnaði Landsbankinn að veita Vestmannaeyjabæ eða öðrum aðgang að gögnum um matið og um framkvæmd yfirmats og byggði á þeirri meginforsendu að samkomulag bankans við stjórn SPVE væri háð ákvörðun FME. Vegna afstöðu Landsbankans leitaði Vestmannaeyjabær til FME með bréfi dagsettu 19. júní 2015 og fór fram á að stjórnvaldið heimilaði Landsbankanum að framkvæma yfirmat. FME svaraði með bréfi dagsettu 15. júlí. �?ar kom fram að Samkomulag SPVE og Landsbankans væri einkaréttarlegs eðlis. Allt að einu var ljóst að stjórnvaldið legðist ekki gegn því að Landsbankinn yrði við beiðni um yfirmat. Ekki væru þó forsendur fyrir afskiptum stjórnvaldsins heldur ættu hefðbundin réttarúrræði við. 21. júlí sendi Vestmannaeyjabær Landsbankanum bréf og ítrekaði beiðni um yfirmat enda legðist FME ekki gegn slíku. Landsbankinn svaraði því með bréfi dagsettu 14. ágúst þar sem því var hafnað.
b. Framganga ríkisaðila
Í beinu framhaldi af 1497. fundi bæjarstjórnar kallaði Vestmannaeyjabær eftir lögfræðilegu mati á framgöngu ríkisaðila við þvingaða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans. Slíkt mat liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður þess eru að í þeirri atburðarás sem leiddi til endaloka SPVE hafi opinberir aðilar mögulega brotið gegn ýmsum reglum stjórnsýsluréttarins svo sem jafnræðisreglu, meðalhófsreglu, réttmætisreglu og fl.
Í greinargerð lögmanns Vestmannaeyjabæjar er fjallað um möguleg úrræði í framhaldi af fyrirliggjandi greinargerð.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gæta áfram að hagsmunum bæjarfélagsins hvað þetta ríka réttlætismál varðar. Bæjarstjórn beinir því sérstaklega til bæjarstjóra að:
i. Stefna Landsbankanum til að veita óháðum dómskvöddum matsmönnum aðgengi að því verðmati sem lá til grundvallar verðmæti stofnfjárhluta í SPVE.
ii. �?ska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á framgöngu stjórnvalda í máli þessu.
iii. Beina kvörtun til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna endaloka SPVE þar sem kallað er eftir mati á því hvort stjórnvöld [FME og Bankasýslan] sinntu verkefnum sínum með lögmætum, réttmætum og samræmdum hætti og í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.
Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.