Skákkennsla og kynning í Hamarsskóla
Björn Ívar Karlsson og Stefán Bergsson skákkennarar voru í Eyjum í síðustu viku og kynntu og kenndu skák í 1. Til 5. bekkjum og fimm ára deildinni í Hamarsskóla. sl. fimmtudag og föstudag. Heimsókn þeirra félaga er liður í samstarfi Grunnskóla Vestmannaeyja og Taflfélags Vestmananeyja sem hefur það markmið að taka upp formlega skákkennslu á nýjan leik fyrir yngri nemendur Grunnskólans. Á þessum tveimur dögum náðu þeir félagar að kynna skák í öllum bekkjardeildum Hamarsskóla og einnig í fimm ára deildinni. Margir minnast þess tíma fyrir nokkrum árum að grunnskólabörn í Eyjum voru í fararbroddi í skákinni og var það ávöxtur öflugrar skákkennslu í Grunnskóla Vestmannaeyja og í Taflfélaginu.
Í samtali við Eyjafréttir lýstu þeir Björn Ívar og Stefán Bergsson mikilli ánægju með heimsóknina til Eyja og góðum viðtökum Sigurláss �?orleifssonar skólastjóra og miklum áhuga nemenda. Áformað er að Stefán Bergsson frá Skákakademíunni komi á ný í Grunnskólann innan tíðar þar sem lagt verði á ráðin um frekara samstarf.
Arnar Sigurmundsson formaður Taflfélags Vm. sagði að í nokkurn tíma hefði verið unnið að því í samstarfi við Sigurlás �?orleifsson skólastjóra GRV að taka upp skákkennslu á nýjan leik í yngri bekkjum grunnskólans. Vestmannaeyjabær og fyrirtæki sem eru styrktaraðilar Taflfélagsins leggja áherslu á að efla skákkennslu meðal skólabarna í Eyjum, en kunnátta á skák skilar sér vel í stærðfræði og rökhugsun svo dæmi sé tekið sagði Arnar að lokum.
Myndirnar með greininni tók �?löf Heiða Elíasdóttir í skákkennslunni í Hamarsskóla í síðustu viku.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.