Traust á bæjarstjórn í samgöngumálum dalar milli ára
�?au leiðu mistök urðu í frétt Eyjafrétta.is af könnun MMR um afstöðu Eyjamanna til samgangna á sjó fyrir Eyjar.net að vitnað var í könnun frá árinu 2015 en ekki 2016 sem breytir miklu. Meðal annars á trausti bæjarbúa til bæjarstjórnar sem hefur dalað verulega. Í könnuninni 2015 er spurt um líkleg áhrif samgangna á íbúaþróun í Vestmannaeyjum. �?essi spurning er ekki í könnuninni 2016. Um símakönnun var að ræða og voru 874 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum í úrtakinu. Hringt var dagana 19. febrúar til 2. mars 2016 og svöruðu 515 einstaklingar.
Í svörunum kemur fram einsog við er að búast mikil óánægja fólks með eins og til dæmis þegar spurt er um afstöðu til núverandi fyrirkomulag sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja? Mjög óánægðir eru 59 prósent og frekar óánægðir 27,8 prósent, samtals eru það 86,8 prósent sem eru hundóánægð með stöðuna.
�?á var spurt hvort ný ferja sem sögð er hafa sambærilega flutningsgetu og núverandi Herjólfur en fari fleiri ferðir í Landeyjahöfn muni leysa aukna þörf flutninga milli lands og Vestmannaeyja í framtíðinni. �?arna eru svörin mjög afgerandi, mjög illa segja 28,4 prósent, frekar illa 21,3 prósent en aðeins 12,6 prósent segja mjög vel.
Næsta spurning er um nýja ferju miðað við óbreytt ástand í Landeyjahöfn. Spurt er hvort æskilegt sé að ný ferja verði hönnuð fyrir, Landeyjahöfn, �?orlákshöfn eða báðar hafnirnar? Mikill meirihluti, eða 71,7 prósent vilja að hún verði hönnuð til siglinga til beggja hafnanna, 20,3 prósent fyrir Landeyjahöfn og 7,9 prósent fyrir �?orlákshöfn. Niðurstaða sem kemur ekki á óvart.
Ekki heldur viðbrögðin við spurningunni, hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að Landeyjahöfn í óbreyttu ástandi muni ein og sér ná að þjóna framtíðar sjósamgöngum við Vestmannaeyjar allt árið um kring. Mjög ólíklegt svöruðu 74,9 prósent, frekar ólíklegt 18,3 prósent og aðeins 1,2 prósent mjög líklegt.
�?á var komið að því hversu mikið traust svarendur bera til bæjarstjórnar, iðnaðarráðuneytisins og Vegagerðarinnar til að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag sjósamgangna milli lands og Vestmannaeyja?.
Traustið á bæjarstjórn hefur dalað nokkuð frá því í fyrra miðað við skoðanakönnun MMr frá því í fyrra. Núna bera 24 prósent mjög lítið traust til bæjarstjórnar og 25 prósent frekar lítið, 20 frekar mikið og 14 prósent mikið. 2015 bar liðlega helmingur aðspurðra frekar mikið eða mjög mikið traust til bæjarstjórnar.
Innanríkisráðuneytið fer öllu ver út úr könnuninni þar sem 58 prósent bera mjög lítið eða frekar lítið traust til þess og aðeins 19 prósent frekar eða mjög mikið traust. �?á er Vegagerðin ekki hátt skrifuð því 74 prósent bera lítið eða mjög lítið traust til hennar. Í báðum tilfellum dalar traustið milli ára.
�?á var spurt, hversu vel eða illa finnst þér bæjarstjórn Vestmannaeyja hafa staðið sig í samgöngumálum Vestmannaeyja. Mjög illa sögðu 20,2 prósent, frekar illa 30,4 prósent, samtals 50,6 Prósent. Hvorki né sagði 21 prósent, frekar vel 18,5 prósent og mjög vel 2,6 prósent. Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir bæinn í vetur var stuðningur við bæjarstjórn í samgöngumálum 85 prósent.
Loks var spurt hversu sammála eða ósammála fólk er því að gerðar verði umbætur á Landeyjahöfn til að auka notkunartíma hennar áður en ný Vestmannaeyjaferja verður smíðuð. �?essu eru tæplega 90 prósent sammála og 6 prósent mjög ósammála.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.