Herjólfur fellir niður ferð og lögreglan biðlar til fólks
Stormur gengur nú yfir landið, en veðurstofan hefur gefið út tilkynningu frá sér. Ekkert hefur verið siglt eða flogið frá Vestmannaeyjum í dag en búist er við að lægðin nái hámarki nú í hádeginu.
Lögreglan í Vestmannaeyjum gaf út þessa tilkynningu:
Ágætu Eyjamenn, þó við séum ýmsu vön varðandi veður viljum við vekja athygli á eftirfarandi veðurspá. Huga þarf að lausum hlutum og öðru sem hugsanlega gæti fokið.
Veðurstofa Íslands spáir mjög slæmu veðri um allt land á morgun laugardaginn 12. mars.
Starfsfólk Herjólfs gaf út þessa tilkynningu í morgun:
Fyrri ferð Herjólfs til �?orlákshafnar fellur niður í dag laugardag.
Vindur er nú þegar allt að 27 m/s í hviðum við �?orlákshöfn en samkvæmt veðurstofu á veðrið að ná hámarki um hádegi og á vindur að fara yfir 30 m/s í hviðum.
Tilkynning varðandi seinni ferð Herjólfs í dag verður send út eftir klukkan 14.
Veðurspáin fyrir daginn hljómar svona:

Fyrst um sinn verður rign­ing eða slydda en síðan gæti haf­ist élja­gang­ur. Í kvöld og í nótt á svo að lægja, fyrst sunn­an­lands. Hit­inn verður á bil­inu 0-5 stig sam­kvæmt spám Veður­stof­unn­ar. Á morg­un á svo að hvessa aft­ur með tals­verðri rign­ingu á Suður- og Vest­ur­landi. Verður svo hlýn­andi veður og má bú­ast við asa­hláku. Á mánu­dag og þriðju­dag er áfram út­lit fyr­ir sunna­nátt með rign­ingu sunn­an- og vest­an­lands og mildu veðri.
Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni kem­ur fram að hálku­blett­ir séu á Hell­is­beiði og Mos­fells­heiði. �?á er þæf­ing­ur á Lyng­dals­heiði og í Efri Grafn­ingi. Veg­ir eru þó víðast auðir á Suður­landi. Á lág­lendi við Faxa­flóa og á Snæ­fellsnesi eru veg­ir að miklu leyti auðir en færðin verri á fjall­veg­um. Flug­hált er á Holta­vörðuheiði, snjóþekja á Bröttu­brekku, hálku­blett­ir á Vatna­leið en Fróðár­heiði er ófær. Hálka, krapi og snjóþekja er víða við Breiðafjörð og á Vest­fjörðum og sums staðar snjó­koma eða él. Kleif­a­heiði er þung­fær og þar er hvassviðri. �?æf­ings­færð er bæði á �?rösk­uld­um og Stein­gríms­fjarðar­heiði.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.