Sigurgeir Jónasson ljósmyndari sýnir yfir 200 rúllandi ljósmyndir á stóru tjaldi í Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50 mánudaginn 28. mars nk. öðrum í páskum, kl. 15:00. Efni sýningarinnar er listalíf í Eyjum í hálfa öld. Að auki verður sýndur stuttur bútur úr bíómynd sem Páll steingrímsson og ernst Kettler hófu tökur á í Vestmannaeyjum og í kaffihléi munu Árni johnsen og Sigurmundur Gísli Einarsson, -Simmi – taka nokkur Eyjalög. Dagskránni verður lokið stundvíslega kl. 16:30.
Allir hjartanlega velkomnir.