ÍBV sigraði HK með þriggja marka mun 31:28 þegar liðin mættust í Eyjum í dag. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun og fór ÍBV nokkuð illa að ráði sínu í fyrstu sóknum leiksins.
ÍBV spilaði með aukamann í sókn nánast allan leikinn og virtist það ekki ganga sem skildi. �?að er þó skiljanlegt að liðið æfi þetta gegn lakari andstæðingum líkt og HK.
Staðan í hálfleik var 15:13 eftir að munurinn hafi verið um 2-3 mörk stærstan hluta fyrri hálfleiks.
Vera Lopes skoraði ellefu mörk fyrir ÍBV en Drífa �?orvaldsdóttir gerði sex. Staðan var jöfn þegar tvær mínútur voru til leiksloka og komin óró í lið heimakvenna. Hákon Bridde, þjálfari HK, lét vel í sér heyra þegar hann sá sigurinn sigla frá sínum stelpum undir lokin.
ÍBV kemst upp fyrir Stjörnuna í fimmta sæti deildarinnar og jafna Fram að stigum í því fjórða.
HK er með nokkuð ungt lið og svaraði ÍBV því með því að spila einnig á sínum ungu stelpum stóran hluta leiksins. �?á spilaði HK oftast með sex leikmenn fyrir utan í sókn og engan á línunni.